2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 25

Hverjir hafa haft mest áhrif á þig og aðstoðað þig mest í hundaræktuninni ?
Ég tel mig hafa verið heppna að fá að fylgjast með tegundinni frá upphafi og getað leitað til þeirra sem byrjuðu með tegundina hér á landi og þá aðallega svörtum dverg schnauzer , en það er sú tegund sem að ég legg mesta rækt við . Margrét Ásgeirsdóttir ( Merkurlautar ræktun ) og Líney Björk Ívarsdóttir ( Kolskeggs ræktun ) voru og eru mér alltaf innan handar . Ég hef verið í sambandi við erlenda ræktendur , ferðast erlendis og eignast marga góða vini sem að hafa hjálpað mér og ráðlagt mér oft í mínu ræktunarstarfi . Ég hef haft góð fóðurheimili og samstarfsaðila í gegnum tíðina sem ég er þakklát fyrir . Við vinnum öll vel saman að sameiginlegu markmiði við að bæta þann stofn sem við höfum og bæta reglulega inn nýju blóði . Við höfum verið ansi dulgeg að sameina krafta okkar í að flytja inn nýja hunda . Ásta María Karlsdóttir hefur verið mín stoð og stytta á sýningum , tekið að sér hunda , þjálfað þá og sýnt með góðum árangri .
Á hvað leggur þú mesta áherslu í ræktuninni ?
Heilbrigði , skapgerð og bygging – helst í þessari röð . Við komumst ekki langt án heilbrigðis og skapgerðin skiptir miklu máli því að við ræktum fyrst og fremst hunda sem þurfa að lifa í sátt og samlyndi við fólk og önnur dýr – gott skap skiptir mig því miklu máli . Að auki er mikilvægt að fylgja ræktunarmarkmiðinu , skoða það reglulega og fara eftir því .
Hvaða einkenni hefur þér fundist erfiðast að rækta í tegundinni ?
Hver sá sem að hefur lesið ræktunarmarkmiðið sér hversu kröfuharðir Þjóðverjarnir eru . Þeir minnast á hvert smáatriði og ég get sagt í hreinskilni að það er margt sem er erfitt að ná fram til að fá hinn fullkomna hund . En ef hundurinn hefur þokkalegt samræmi þá held ég að skottið hafi reynst mér erfiðast . Tegundin var skottstífð áður fyrr og því ekki mikil áhersla lögð á hvernig skottin áttu að vera og við súpum enn seyðið af því . Flestir glíma þó við sama vandamálið en það er að ná fram góðum framparti . Það er svo sem almennt í mörgum tegundum , því miður .
Hvað hefur þú ræktað marga íslenska og alþjóðlega meistara ?
Ég hef ræktað fjóra íslenska meistara og tvo alþjóðlega . Margir hundar hafa tvö meistarastig sem við vonumst til þess að klára árið 2016 .
Svartwalds For Those About To Rock „ Galdur “
Hvaða hundur eða hundar úr þinni ræktun finnst þér bera af öðrum ?
C . I . B . ISCH Svartwalds Bright ’ N ’ Shiny Future varð stigahæsti schnauzer deildarinnar árið 2012 og hefur orðið BIS á sérsýningum deildarinnar hjá dómurum sem ég ber mikla virðingu fyrir , þeim Walter og Gisu Schicker frá Þýskalandi og Javier Sanches frá Spáni . Við vorum ákaflega heppin að fá að njóta þessa dómara því að bæði Walter og Javier eru nú fallnir frá . Einnig verð ég að minnast á C . I . B ISCH Svartwalds For Those About To Rock sem varð stigahæsti hundur deildarinnar árið 2014 og náði þeim glæsilega árangri að verða fyrsti schnauzerinn til að verða besti hundur sýningar í september 2014 . Einnig varð hann BIS ungliði á deildarsýningu hjá Javier Sanches árið 2013 . Dómarinn sagði : “ Þessi hundur hefur einn galla ... hann er ekki minn ”, sem var mjög skemmtilegt að heyra . Síðast en ekki síst er tíkin mín ISCH Svartwalds Germania sem var stigahæsti svarti dvergschnauzer í mikilli samkeppni árið 2015 . Ég er virkilega stolt af þeim árangri þar sem að tíkurnar hafa ekki oft náð þessum árangri .
Hvaða hundur eða hundar hafa að þínu áliti haft mest áhrif á stofninn hér á Íslandi ?
Mér finnst að C . I . B . Dark Prince Hermes hafi haft mestu áhrifin á stofninn . Hann gaf af sér marga fallega hunda með gott skap og frábæra feldgerð . ISCH Black Pepper Mengo Celebration gaf mér góða hunda sem í næstu kynslóðum gefa einnig góða kosti áfram . Pipar og salt rakkinn Orri sem ég , Líney og Margrét fluttum inn hefur skilað sínu . Hann náði þeim árangri að verða BIS-2 á sýningu Hundaræktarfélagsins árið 2011 og varð fyrsti schnauzerinn til að ná þeim árangri . Sonur hans betrumbætti síðar þennan árangur og varð BIS-1 . Við höfum verið ansi dugleg að flytja inn nýtt blóð , þetta hafa þó verið ólíkir hundar en klárlega skilað árangri .
Eftir hverju ferðu aðallega þegar þú ákveður að para saman hund og tík ? Skipta ættirnar mestu máli , útlit hundanna , heilbrigði , geðslag eða ....?
Allt skiptir þetta máli , ég hef ekki parað saman mjög skylda hunda – ekki enn sem komið er . Ég leitast við að nota einstaklinga sem að eru áþekkir í byggingu og geðslagi , og þá helst ekki sömu galla , heldur að þeir bæti hvorn annan upp . Nýlega paraði ég sem dæmi hunda sem að eru algjörlega óskyldir en áþekkir og hafa gefið af sér afkvæmi sem eru mjög lík . Það verður gaman að fylgjast með útkomunni . Ræktun er oftast tilraunastarfsemi og maður veit oft ekki við hverju er að
Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016 · 25