2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 24

Svartwalds La Luna Negra „Lúna“ Ræktandinn: María Björg Tamimi Svartwaldsræktun María Björg Tamimi hefur verið viðloðandi hundaræktun og sýningar síðan 2005 og verið virkur meðlimur schnauzer-deildar frá upphafi. Henni hefur gengið mjög vel enda leggur hún alla sína alúð í þetta áhugamál sitt. Hundar í hennar eigu urðu stigahæstu schnauzerarnir árin 2012, 2014 og 2015. Samvinna á milli ræktenda er henni hugleikin og telur María að hún sé grunnurinn að farsælli ræktun tegundarinnar. Það sé nógu slæmt að við séum einangruð hér á landinu, og líðum fyrir það ræktunarlega séð, þótt að ræktendur bæti ekki við einangrun þeirra á milli. Eitt sinn stóð hundur nágrannans inni í herbergi hjá mér eða heimilislausi hundurinn eins og ég kallaði hann af mikilli sannfæringu í þeirri von að fá að halda hundinum. Ekkert gekk en ég fékk loksins eftir langa bið minn fyrsta hund árið 2004. María og Svartwalds Germania „Tinna“ Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á hundum og hundaræktun og af hverju heillast þú af þinni tegund? Ég hef alla tíð verið mikill dýravinur. Frá blautu barnsbeini hef ég haft áhuga á öllu sem viðkemur dýrum. Ég reyndi að sannfæra foreldra mína um að leyfa mér að fá hund með allskyns brögðum. 24 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Það sama ár kynntist ég dvergschnauzer hjá vinkonu minni Margréti Ásgeirsdóttur. Það var lítið um got á þessum tíma en ég fékk hvolp hjá henni árið 2005, Merkurlautar Bashima, sem var ofsalega skemmtileg tík með mikinn karakter þótt smá hafi hún verið. Eftir að hafa kynnst tegundinni heillaðist ég gjörsamlega af skapgerðinni en þeir eru litlir en sterkir, ofsalega skemmtilegir og gefa mikið af sér. Áhugin á ættfræði vaknaði snemma og vildi ég kynna mér forfeður tíkarinnar minnar og kynnast ættingjum hennar sem voru hér á landi. Hvernig varð ræktunarnafn þitt til? Ræktunarnafnið Svartwalds var ekki fyrsta val en á þeim tíma sem að ég sótti um var ekki hægt að nota nöfn á borgum eða löndum, en nafnið sem ég sótti um var Berlinar sem er nafn fyrstu tíkarinnar minnar. Annað val var nafnið sem að ég fékk samþykkt, en eins og í fyrra nafninu vildi ég vitna í eitthvað tengt upprunalandi tegundarinnar, þó á mínum forsendum og með smá þýsku grín ívafi. Svartwalds er þægileg einföldun og umbreyting frá nafni Svörtuskóga í Þýskalandi. Ég hef oft hugsað mér að sækja um annað nafn því að þetta var annað val og meira gert í gríni en alvöru – en þetta venst vel og er öðruvísi.