2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 23

Einnig er pakkað hráum nautabeinum. Á miðvikudögum er svo erilsamur dagur en þá er fóðurframleiðslan sjálf auk útkeyrslu á pöntunum. Þá er byrjað snemma um morguninn að hakka kjötið, blanda saman fóðrinu, setja í þar til gert magn í pulsurnar og pakka. Til eru tvennskonar gerðir af hráfæði hjá þeim. Önnur er úr kindakjöti, kindafitu, nautablóði, kartöflutrefjum, hveitiklíði og vítamín- og steinefnablöndu. Hin er úr nautakjöti, nautafitu, nautablóði, kartöflutrefjum, hveitiklíði og vítamínog steinefnablöndu. Blanda verður kolvetnum og fleiru við svo hundarnir fái allt sem þeir þarfnast, en kjötið eitt og sér er ekki nóg. Einnig eru stundum sérpantanir þar sem að einhverjum af efnunum er sleppt ef fólk bætir þá öðru við sjálft ef hundur er t.d. með ofnæmi. Síðan keyra starfsmenn fyrirtækið út pantanirnar fram á kvöld. Á fimmtudögum er einnig fóðurframleiðsla. Föstudagar eru frágangs- og undirbúningsdagar. Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 · 23