2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 18

Langar þig að taka meiri þátt í starfi félagsins? Í Hundaræktarfélaginu eru um 130 hreinræktaðar tegundir og ýmsir viðburðir eru haldnir á hverju ári, veiðiog vinnupróf, augnskoðanir, sýningar ásamt ótrúlegum fjölda viðburða innan ræktunardeilda félagsins. Til þess að hægt sé að standa fyrir öllum þessum viðburðum ásamt annari kjarnastarfsemi félagsins þarf sjálfboðaliða. Í félaginu eru hátt í 2000 félagsmenn með mismunandi bakgrunn og áhugasvið, og viljum við með þessari grein kynna hluta af þeim nefndum sem starfandi eru í félaginu og hvetja félagsmenn til þess að leggja starfinu lið. Ef ekki væri fyrir alla þá sjálfboðaliða sem sinna fjölbreyttum verkefnum innan félagsins væri starfsemin afar takmörkuð. Innan ræktunardeildanna hefja flestir félagmenn sjálfboðastörf sín, í ræktunardeildum þarf m.a. að manna stjórnir ræktunardeildanna ásamt því sem þær eru oftast með hinar ýmsu nefndir sem standa fyrir viðburðum t.d. sýninganefndir, göngunefndir, veiðiprófanefndir, tölvunefndir og skemmtinefndir til að nefna nokkrar. Einnig þurfa allar ræktunardeildir að skaffa mannskap til þess að setja upp og vinna á sýningum félagsins við hin ýmsu störf, miðasölu, uppsetningu og niðurtöku. Höfundur: Klara Símonardóttir Hvað: Stjórn ræktunardeila Verksvið: Haldið utan um tegund/ir sem tilheyra deildinni, öll gögn og heilsufarsupplýsingar. Stjórn ræktunardeildar er ráðgefandi um allt er viðkemur ræktun, eðli og umhirðu viðkomandi hundakyns. Ennfremur ber ræktunarstjórn að fræða um sögu kynsins, heilbrigði og uppruna. Hvar/hvernig býð ég mig fram: Á ársfundi ræktunardeildarinnar sem skal halda á tímabilinu frá 1. janúar til 31. mars ár hvert. Hvað: Nefndir innan ræktunardeilda Verksvið: Misjafnt er hvaða nefndir eru innan hverrar ræktunardeildar hér en margar deildir eru einhverjar af neðangreindum nefndum, stundum ganga nefndirnar undir öðrum heitum en alltaf ætti að vera hægt að fá upplýsingar um starfandi nefndir hjá hverri deild og hægt að koma tillögum til stjórnar deildar um nýstofnun nefndar sé nefnd ekki til. Göngunefnd - skipuleggur göngur fyrir meðlimi deildarinnar og hunda þeirra, oft bæði lausa- og taumgöngur. Oft eru göngu- og skemmtinefndir sameinaðar. 18 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Skemmtinefnd - skipuleggur viðburði eins og bingó, uppskeruhátíðir og heiðranir á stigahæstu hundum deildarinnar. Sýninganefnd - skipuleggur deildarsýningar deildarinnar ásamt því að hafa umsjón með mönnun á sýningar félagsins þegar deildin ber ábyrgð á því að skaffa mannskap í vinnu. Hvað: Tengiliðir innan hóp- og safndeilda Verksvið: Að halda utan um gögn og heilsufarsupplýsingar viðkomandi tegundar. Svara fyrirspurnum um tegundina, got í gangi og væntanleg got. Vera stjórn ræktunardeildarinnar ráðgefandi um allt er viðkemur ræktun, eðli og umhirðu viðkomandi hundakyns. Tölvunefnd - Heldur utan um heimasíðu deildarinnar, oft einnig gagnagrunn deildar sé slíkur til. Hvar/hvernig býð ég mig fram: Á ársfundi viðkomandi deildar. Ræktunarnefnd - Tekur fyrir rakkabeiðnir og er ráðgefandi stjórn í ræktunarmálum. Hvað: Stjórn HRFÍ Verksvið: Stjórn HRFÍ fer með málefni Veiðinefnd - Skipuleggur veiðipróf fyrir deildina. Hvar/hvernig býð ég mig fram: Almennt er skipað í nefndir á/eftir ársfundi deilda en ekki eru til reglur um hvenær stjórn skuli skipa í nefndir og oftar en ekki eru áhugasamir boðnir velkomnir hvenær sem er ársins. félagsins milli aðalfunda, undirbýr mál á aðalfundi og vinnur úr málum, ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum HRFÍ, skilar ársreikningum, sér um ráðningar og uppsagnir starfsfólks, setur reglugerðir um starfsemi félagsins og vinnur úr fyrirspurnum félagsmanna og deilda ásamt því að vinna að markmiðum félagsins. Hvar/hvernig býð ég mig fram: Stjórn félagsins er skipum 5 mönnum og tveimur til vara og er kosið til tveggja ára í senn. Kosning fer fram á aðalfundi félagsins sem er haldinn í apríl/maí ár hvert. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 30. mars ár hvert og má skila framboðum til skrifstofu HRFÍ.