2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 11

að vera þrýst í gegn um fæðingarveginn . Um leið og hvolpurinn er fæddur fer tíkin að sleikja hann kröftuglega og hjálpar þar með til við að örva öndunina . Ef tíkin hugsar ekki um hvolpinn er það í okkar verkahring að örva hann til dáða fyrstu mínútur lífsins . Hvolpar sem fæðast við keisaraskurð fá hvorki hjálp við að vera þrýst í gegn um fæðingarveginn eða örvun við að tíkin sleiki þá . Auk þess geta lyfin sem tíkinni var gefið í sambandi við keisaraskurðinn haft áhrif á þá . Þess vegna er það alveg nauðsynlegt að hafa duglega meðhjálpara til þess að hugsa um nýfæddu hvolpana . Sem betur fer er það þannig í dag að flestir dýraspítalar hafa mjög duglegt og gott dýrahjúkrunarfólk . Hafi þeir það ekki , ætti hvolpurinn að vera settur strax í hendurnar á einhverri reyndri manneskju . Reynslumiklir ræktendur geta verið ómetanleg hjálp við að örva hvolpana þegar tík þarf í keisaraskurð ef dýraspítalinn hefur ekki mannafla til þess að veita næga umönnun .
Stjórnun líkamshita
Nýfæddur hvolpur er ekki fær um að viðhalda eðlilegum líkamshita uppá sitt einsdæmi . Hann er háður hita frá umhverfinu , móður og systkinum . Varast skal að ekki sé of heitt í herberginu , þá veldur það óþægindum fyrir tíkina ; 20-22 ° C er nægilegt . Mikilvægast er að forðast hitatap – því skal alltaf vera þurrt og volgt í hvolpakassanum . Þegar tíkin skreppur frá hvolpunum , er nauðsynlegt að nota auka hitagjafa . Hitalampi ætti þess vegna að vera skyldubúnaður þar sem hvolpar eru . Við fæðingu hefur hvolpurinn viðbragð sem gerir að hann leitar í hita . Þessi hiti er oftast móðirin eða systkini . Í leit sinni að hita sveiflar hvolpurinn höfðinu hratt til hliðanna þegar hann hreyfir sig . Á þann hátt kemst hann fljótt að móður eða systkinum – og ekki síst til spenanna . Þessi ósjálfráðu viðbrögð eru kölluð á ensku „ rooting reflex “ og minnkar það smám saman frá 4 daga aldri ( Fox , 1965 ). Hvolpur mun einnig hreyfa sig nær því sem sleikir höfuð hans eða bak . Það er góð hjálp fyrir hann til þess að komast nærri tíkinni . Hæfileikinn til þess að stjórna líkamshitanum þróast smám saman . Þetta getum við séð með því að skoða hvernig hvolparnir liggja . Fyrstu dagana liggja þeir nálægt tíkinni , en eftir nokkra daga fara þeir að skríða aðeins frá og sofa þar , einkum við hliðina á systkinum sínum . Ef að umhverfið er kalt þá sækja hvolparnir í að liggja þétt að hver öðrum en liggja aðeins frá hver öðrum ef að umhverfið er heitara . Þegar þeir eru um 1-2 vikna liggja þeir meira á þvers og kruss . Flestir kunna að meta að liggja í náinni snertingu við systkini . Eftir því sem þeir vaxa er ekki það mikilvægasta að viðhalda réttum líkamshita ; hin félagslega nálægð og öryggið spilar stöðugt stærra hlutverk .
Þvaglát og saurlát
Nýfæddur hvolpur þarnast örvunar til þess að hafa þvaglát og hægðir . Örvunina framkallar tíkin með því að sleikja hvolpinn á kroppinn og endaþarminn . Þetta veldur því að enginn úrgangur kemur frá hvolpinum nema að hann sé örvaður til losunar . Hvolpurinn er þar af leiðandi háður því að fá slíkt nudd til þess að lifa af – ef ekki veldur það miklum vandamálum og getur í versta falli valdið dauða . Sé nýfæddur hvolpur sleikur á höfuðið eða bakið veldur það viðbrögðum sem fá hann til að hreyfa sig nær því sem er að sleikja hann . Ef að hann hinsvegar er sleiktur á maganum og til móts við endaþarmsopið , kemur til annarskonar viðbragð , nefnilega að losa sig við úrgang . Athugul móðir mun strax byrja að sleikja hvolpinn þegar hann verður órólegur og gefur frá sér hljóð . Öðru hverju getur smá úrgangur þrýsts út af sjálfum sér þegar hvolpurinn er sæll og mettur . En um leið og tíkin merkir lykt af úrgangi , mun hún strax hafa uppá hvolpinum sem veldur lyktinni og sleikja hann kröftuglega þannig að úrgangurinn skili sér . Ef losunarsleiking dugar ekki til þess að róa hvolp mun móðirin sleikja hann allan þannig að „ rooting-reflex “ fer af stað . Hvolpurinn skríður til móður og systkina og mun þá róast ef ekkert annað amar að honum . Ekki allar tíkur eru hæfar til þess að hugsa um hvolpana sína . Kannski er tíkin veik , kannski eir hún með júgurbólgu eða legbólgur . Ef svo er þarf tíkin að fá meðhöndlun hjá dýralækni . Aðrar tíkur hafa hreinlega ekki nauðsynlega eðlishvöt , kannski glímir tíkin við andlega erfiðleika sem koma í veg fyrir að hún geti hugsað um hvolpana á réttan hátt . Slíkar tíkur á að útiloka frá frekari ræktun . Það sama gildir um tíkur sem ekki hafa getu til þess að gjóta eðlilega eða geta ekki framleitt næga mjólk fyrir hvolpana . Ef tíkin hugsar ekki um að örva hvolpana verður það okkar hlutverk að gera það . Mómullarhnoðri vættur í matarolíu eða parafínolíu sem er strokinn endurtekið frá naflanum að endaþarmsopinu mun valda því að hvolpurinn losar sig við úrgang . Hvolpurinn þarf minni örvun til þess að losa sig við þvag en saur . Oft er nóg að lyfta upp hvolpinum eða strjúka varlega á honum magann – þá losar hann sig við þvag . Fljótlega verður það meira „ meðvitað “ hjá hvolpinum að losa sig og þegar neyðin er nógu stór getur hvolpurinn gert það án örvunar frá móðurinni . En jafnvel þegar hvolpurinn getur gert þetta sjálfur , mun hin um hyggjusama móðir áfram taka eftir því þegar hann þarf að hægja sér , þá byrjar hún að sleikja hann . Þessu getur hún haldið áfram þar til hvolparnir eru 3-4 vikna gamlir , það veltur á því hvenær þeir fara að fá viðbótar fóður . Einstaka tíkur veigra sér við að borða úrganginn úr hvolpunum eftir að þeir hafa byrjað að fá fasta fæðu – aðrar halda áfram að fjarlægja úrganginn úr hvolpunum bæði í hundaherberginu og hvolpagirðingu þar til þeir eru tilbúnir til afhendingar . Viðbragðið sem gerir það að hvolpurinn hefur þvaglát eða losar sig þegar móðirin sleikir hann , hættir að vera til staðar í kringum 4 vikna aldur , það er að segja nokkru eftir að hvolpurinn getur fyllilega af sjálfsdáðum komið úrgangi frá sér án örvunar frá móðurinni .
Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016 · 11