2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 8

heilsufarsvandi langhundsins, þau vandamál geta komið upp vegna erfða, en einnig vegna rangrar hreyfingar, falls eða að hundurinn stekkur ógætilega af eða upp á húsgögn. Það er því mjög mikilvægt að styðja við bak og afturenda þeirra þegar þeir eru teknir upp. Mjög mikilvægt er að passa að þeir verði ekki of feitir. Fylgjast þarf vel með tönnum þeirra, þeir eiga það til að safna tannsteini og fá þá tannholdsbólgu ef ekkert er að gert. Gott er að bursta í þeim tennurnar reglulega og fara með þá í tannhreinsun einu sinni á ári sé þess þörf. Langhundurinn er leikglaður, hamingjusamur hundur sem gaman er að, þeir eru góðir með sig og hvernig er hægt að verjast brosi þegar maður mætir þessum einstaklingum með sinn langa búk á stuttum kvikum fótum, horfir á mann hnarreistur og með gáfnablik í augunum. Langhundurinn er tryggur fjölskyldumeðlimur og vill fyrst og fremst vera með í öllu sem maður er að gera, hann velur oft einn úr fjölskyldunni sem hann verður hvað hændastur að, og vegna þess hve klár hann er hefur hann oft sína eigin skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera. Að þjálfa langhund er þolinmæðisverk en alls ekki vonlaust, þeir eru þrjóskir og mjög sjálfstæðir, opnir og góðir með sig. Langhundurinn er afbragðs góður sporhundur þar sem sjálfstæðið og kjarkurinn fær að njóta sín. Langhundur og börn Þeir eru mjög góðir með börnum en um þá gilda sömu reglur og um aðra hunda og ung börn, það þarf að fylgjast með þeim og passa að börnin reyni ekki að taka þá upp. Ef barn situr í sófa finnst langhundi ekkert betra en að leggjast við hliðina á því og láta klappa sér. Heimildir: https://en.wikipedia.org/wiki/Dachshund http://www.fci.be/en/nomenclature/DACHSHUND-148.html http://dogtime.com/dog-breeds/dachshund C.I.E. ISShCh RW-14 Luna Caprese Immagine Allo Speccio, eig. Hallveig Karlsdóttir og ISShCh RW-14-15 Kingsens‘s Fineste Kastor, eig. Elín Þorsteinsdóttir C.I.E. ISShCh ISW-13 RW-14 Sundsdal´s Wee Kind of Magic og C.I.E. ISShCh Sundsdal‘s Will You Be There eig. Arinbjörn Friðriksson & Margrét G. Andrésdóttir Kingsen‘s Finest got. Ræktandi: Hallveig Karlsdóttir 8 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Urso del Coruni Eigandi: Árni Hauksson