2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 27

Höfum

Juha Kares með nokkra af hundunum sínum . þetta einfalt !

Eitt af stærstu vandamálum í hundaræktun er það að fólk er oft að reyna að gera mjög einfalda hluti flókna . Juha Kares telur að besta leiðin til að ná topp árangri í hundaræktun sé að hafa hlutina einfalda . Hundaræktun er mikil vinna . Hvernig á að hafa hana einfalda ? Hvaða hlutir skipta máli fyrir góðan árangur ?
Juha Kares er dómari og hundaræktandi til fjölda ára . Hann hefur náð gífurlegum árangri í sinni ræktun undir ræktunarnafninu Chic Choix . Hann skrifar reglulega pistla um ræktun þar sem hann deilir því sem hann hefur lært með öðrum og við höfum fengið leyfi til þess að þýða pistlana hans fyrir lesendur Sáms .
Höfundur : Juha Kares
Þýðandi : Svava Björk Ásgeisdóttir
1 . Í fyrsta lagi skaltu kynna þér tegundina þína vel . Áður en þú byrjar í hundaræktun . Ákveddu þau atriði sem þér finnst skipta miklu máli að varðveitist í tegundinni þinni .
2 . Hvaða atriði skipta mestu máli fyrir skapgerð tegundarinnar ? Af hverju ? Finndu slíka hunda og verndaðu góða skapgerð í ræktun þinni . Það er auðvelt að búa með slíkum hundum og auðvelt að ferðast með þá . En þeir verða auk þess að hafa sinn eigin vilja .
3 . Hvernig á tegundin þín að hreyfa sig og hvers vegna ? Mundu að góðar hreyfingar eru lykilatriði í heilbrigðum hundi . Ef hundurinn hreyfir sig ekki vel – þá þarftu ekki á honum að halda í ræktuninni . Horfðu alltaf á stóru myndina í þessu samhengi .
4 . Hvað ákvarðar tegundina ? Veldu nokkur atriði sem þér finnast sérstök við tegundina þína . Mundu , bara fáeinn atriði . Nefndu þessi atriði og ef einhver spyr þig þá veistu hver þessi atriði eru . Berðu virðingu fyrir þessum atriðum og notaðu almenna skynsemi þegar kemur að því að vinna með þessi atriði kynslóð eftir kynslóð . Gleymdu tískustraumum . Fylgdu þinni eigin sannfæringu og vertu trúr sjálfum þér .
5 . Hreinræktaðir hundar verða að vera heilbrigðir , kröftugir og þróttmiklir . Þeir þurfa að vera auðveldir í ræktun og í umgengni . Ef líf þitt með hundinum er erfitt , ekki nota hann til ræktunar . Þægilegir hundar og þægileg ræktun er lykilatriði að góðri hundaræktun . Ekki láta aðra ákveða fyrir þig hvort hundarnir þínir séu góðir til ræktunar eða ekki
6 . Líflegir og heilbrigðir hundar lifa góðu lífi án þess að þurfa læknisaðstoð og lyf . Lífið á að vera nógu langt . Vertu viss um að hundarnir þínir fái tækifæri til þess að lifa löngu lífi . Gangtu úr skugga um að þú notir ekki hunda til ræktunar sem þurfa að vera undir læknishöndum vegna arfgengra sjúkdóma . Mundu þetta : Góðir , hamingjusamir og heilbrigðir hundar nærast vel . Ef hundur á í vandræðum með að nærast skaltu ekki nota hann í ræktun . Það er svo einfalt .
7 . Góðar samsetningar gefa af sér góða hvolpa og slæmar samsetningar gefa af sér síðri hvolpa . Lærðu af þeim góðu og forðastu þær slæmu . Ef þú notar slæmu samsetninguna of oft , hættu þá að rækta hunda . Hundaræktun er hæfileiki . Annað hvort býrðu yfir þessum hæfileika eða ekki .
8 . Hlustaðu á þá sem hafa reynsluna og góða útkomu í hundaræktun . Bæði ræktendur og aðra fróða um tegundina . Ekki hlusta á hinar raddirnar sem óma af afbrýðissemi .
9 . Gangtu ávallt úr skugga um að líf þitt með hundunum sé auðvelt og þægilegt á hverjum tíma – það er eina leiðin til þess að rækta hunda kynslóð eftir kynslóð .
10 . Sjáðu heiminn með opnum augum . Hafðu opinn huga og lærðu af þeim bestu . Notaðu aðeins það besta til ræktunar , sama hvað . Forðastu þröngsýni . Vertu gagnrýninn og mundu : „ lélegt er alltaf lélegt “ (“ Rubbish is rubbish no matter what ”). Horfðu á þína eigin hunda með sömu gagnrýnisgleraugum og þú sérð annarra manna hunda . Sigtaðu úr á hverjum tíma .
Höfum þetta einfalt . Með því móti verður framtíðin bara betri .
Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016 · 27