1. tbl Sáms 2016 | Page 11

Verður : IV . Stjórn félagsins og framkvæmd stjórnarkjörs 10 . Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara . Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn . Árlega skal kjósa sameiginlega tvo meðstjórnendur til tveggja ára . Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára fyrir þá stjórnarmenn sem kjörnir eru á sama tíma . Endurkjör er leyfilegt . Sá sem fer með framkvæmdastjórn HRFÍ hefur ekki kjörgengi til stjórnar . Formaður og / eða stjórnarmenn HRFÍ skulu ekki vera á launaskrá hjá félaginu .
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út 30 . mars ár hvert og nöfn frambjóðenda skulu tilkynnt á heimasíðu félagsins 31 . mars eða fyrsta virka dag eftir það . Kynning frambjóðenda skal liggja frammi á skrifstofu og heimasíðu félagsins eigi síðar en 10 . apríl .
Aðalfundur er kjörfundur stjórnarkjörs en kosning utan kjörfundar skal fara fram á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund í a . m . k . fjórar klukkustundir á hverjum degi .
Stjórn félagsins skal eigi síðar en 31 . janúar ár hvert skipa þriggja manna kjörstjórn sem annast skal framkvæmd stjórnarkjörs og úrskurða um vafaatriði . Framkvæmdastjóri félagsins er starfsmaður kjörstjórnar . Stjórn félagsins skal , að fengnu áliti kjörstjórnar , gefa út nánari reglur um kjörgögn og fyrirkomulag kosninga og kynna á heimasíðu félagsins eigi síðar en 15 . mars ár hvert .
Breyting á 28 . gr . laga félagsins varðandi viðurlög siðanefndar Varðandi viðurlög siðanefndar er annars vegar lagt til að sett verði ákvæði um ítrekunaráhrif , þ . e . heimilt sé við ákvörðun viðurlaga að líta til áminninga eða annarra viðurlaga sem félagsmaður , eða eftir atvikum heimilismenn hans , hafa sætt síðustu þremur árum fyrir uppkvaðningu úrskurða . Af þessu leiðir að við ákvörðun viðurlaga verður ekki heimilt að láta eldri ákvarðanir um viðurlög hafa áhrif á niðurstöðuna .
Hins vegar er lagt til fyrningarákvæði þess efnis að viðurlögum verði ekki beitt vegna brota sem hafa átt sér stað fyrir meira en fimm árum áður en kæra berst siðanefnd . Leitast er við að hafa fyrningarákvæðið einfalt og miða við einn almennan fyrningartíma en ekki gerður greinarmunur á alvarleika kæruefnis .
Var : IX . Siðanefnd og agareglur 28 . Viðurlög sem siðanefnd getur beitt vegna brota skv . 27 . gr . eru : 1 ) áminning 2 ) útilokun frá þátttöku í starfi HRFÍ að fullu eða í tiltekinn tíma 3 ) útilokun frá dómarastörfum eða öðrum trúnaðarstörfum að fullu eða í tiltekinn tíma 4 ) svipting ræktunarnafns 5 ) útilokun frá rétti til að fá afhent ættbókarskírteini HRFÍ , í tiltekinn tíma eða að fullu , hafi aðili vísvitandi og á sannanlegan hátt gefið rangar upplýsingar til ættbókar HRFÍ , sýnt ótrúmennsku í ræktunarstöfum eða á annan hátt valdið alvarlegum skaða við ræktun viðkomandi hundakyns . 6 ) brottvísun úr félaginu að fullu eða í tiltekinn tíma . Siðanefnd getur beitt fleiri en einu ákvæði og getur jafnframt úrskurðað eftir atvikum að viðurlög geti átt við heimilismenn þess sem brotlegur er . Siðanefnd getur úrskurðað um brot fyrrverandi félagsmanns , hafi brotin átt sér stað í félagstíð hans . HRFÍ er ekki ábyrgt fyrir skaða sem aðili kann að verða fyrir vegna umfjöllunar eða úrskurða siðanefndar .
Verður : IX . Siðanefnd og agareglur 28 . Viðurlög sem siðanefnd getur beitt vegna brota skv . 27 . gr . eru :
1 ) áminning 2 ) útilokun frá þátttöku í starfi HRFÍ að fullu eða í tiltekinn tíma
3 ) útilokun frá dómarastörfum eða öðrum trúnaðarstörfum að fullu eða í tiltekinn tíma
4 ) svipting ræktunarnafns
5 ) útilokun frá rétti til að fá afhent ættbókarskírteini HRFÍ , í tiltekinn tíma eða að fullu , hafi aðili vísvitandi og á sannanlegan hátt gefið rangar upplýsingar til ættbókar HRFÍ , sýnt ótrúmennsku í ræktunarstöfum eða á annan hátt valdið alvarlegum skaða við ræktun viðkomandi hundakyns .
6 ) brottvísun úr félaginu að fullu eða í tiltekinn tíma . Siðanefnd getur beitt fleiri en einu ákvæði og getur jafnframt úrskurðað eftir atvikum að viðurlög geti átt við heimilismenn þess sem brotlegur er . Siðanefnd getur úrskurðað um brot fyrrverandi félagsmanns , hafi brotin átt sér stað í félagstíð hans . HRFÍ er ekki ábyrgt fyrir skaða sem aðili kann að verða fyrir vegna umfjöllunar eða úrskurða siðanefndar .
Siðanefnd er heimilt við ákvörðun viðurlaga að líta til þess hvort félagsmaður eða , eftir atvikum heimilismenn hans , hafi á síðustu þremur árum fyrir uppkvaðningu úrskurðar sætt áminningu eða öðrum viðurlögum .
Viðurlögum verður ekki beitt vegna brota sem áttu sér stað meira en fimm árum áður en kæra berst siðanefnd , skv . 27 . gr .
Sámur 1 . tbl . 43 . árg . maí 2016 · 11