1. tbl Sáms 2016 - Page 9

standa mér afskaplega nærri enda má líta á verndun og varðveislu þjóðarhundsins okkar sem kjarnann í starfi Hundaræktarfélags Íslands. og maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverri sýningu. Áhugi minn einskorðast ekki við þær tvær ólíku tegundir sem ég hef valið mér. Ég hef áhuga á öllu því sem viðkemur hundum og hef sótt ýmis námskeið og fyrirlestra sem HRFÍ hefur boðið upp á í gegnum árin. Í 3 ár vann ég með skapgerðarmats-hópi HRFÍ og fékk þar réttindi sem leikmaður (figurant). Þetta var gríðar-lega áhugaverður tími og ég lærði margt af þeirri vinnu um atferli og eðli hunda. Ég hef séð um og leiðbeint á námskeiðum fyrir nýja hringstjóra og ritara og undanfarin 2 ár hef ég auk þess starfað í sýningastjórn félagsins. Við getum verið stolt af sýningunum okkar, umgjörð og starfsfólkinu og sýningastjórn vinnur ávallt að því að gera góðar sýningar enn betri. Fyrr á þessu ári öðlaðist ég réttindi sem sýningadómari á þjóðarhundinn okkar, íslenska fjárhundinn, og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir í þessu nýju hlutverki. Sámur, blað HRFÍ, er mér hugleikið enda er það okkar helsta málgagn og er sent til allra félaga Hundaræktarfélagsins. Ég sat lengi í ritnefnd félagsins og kom þar aftur inn síðastliðið vor. Ég hef þýtt eða skrifað hinar ýmsu greinar um margvísleg málefni sem mér hefur þótt eiga erindi við félagsmenn. Félagið okkar hefur vaxið mikið á undanförnum árum og innan þess unnið gríðarmikið og gott starf. Mig dreymir um öflugan gagnagrunn aðgengilegan á netinu þar sem hægt verður að skoða öll úrslit vinnuprófa og hundasýninga sem og niðurstöður heilbrigðisprófa. Svona gagnagrunnur kemur fyrir HRFÍ, það er bara spurning hvenær. Ég hef lengi starfað á hundasýningum félagsins, er með réttindi sem hringstjóri og gef kost á mér í vinnu í dómhring þegar ég er ekki að sýna mína eigin hunda. Án sjálfboðastarfs væru sýningarnar okkar ekki mögulegar Undistaða alls starfs innan HRFÍ er í deildum félagsins og því þarf að gera allt sem hægt er til að styðja við og efla deildirnar. Stjórn félagsins á ekki að gera allt heldur reyna að skapa umhverfi sem gerir starf deildanna auðveldara og líklegra til árangurs. Fulltrúaráð félagsins skipar þar stórt hlutverk sem mætti nýta betur. Við félagsmenn í HRFÍ mættum stundum bæta samskipti okkar á milli og hugsa í auknum mæli út í ímynd félagsins út á við. Ef nýjir eða mögulegir félagsmenn verða helst varir við neikvæðni og leiðindi þá er það ekki hvetjandi til þátttöku í starfi félagsins eða deilda þess. Höfum í huga að það er hægt að segja sama hlutinn á marga vegu. Félagið okkar verður aldrei sterkara en við félagarnir og því megum við aldrei gleyma. Hundamenningin hér á landi er í stöðugri sókn en við mætum ennþá gamaldags viðhorfum til hunda og hundahalds. Viðhorfsbreytingar í samfélaginu taka tíma og við hundaeigendur verðum að vanda okkur, sýna ábyrgð og vinna saman að hagsmunamálum okkar. Mér þykir vænt um Hundaræktarfélag Íslands og vil leggja mitt af mörkum til að gera gott félag enn betra. Aðalfundur HRFÍ 26. maí 2016 kl. 20.00 Hestheimum 14-16, Kópavogi Sámur 1. tbl. 43. árg. maí 2016 · 9