1. tbl Sáms 2016 - Page 6

Guðbjörg Guðmundsdóttir -í framboði til stjórnar, til vara í varastjórn Ég heiti Guðbjörg Guðmundsdóttir og er sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga og starfa á Landspítalanum. Ég hef verið félagsmaður í HRFÍ frá 2004 þegar ég eignaðist fyrsta ættbókarfærða hundinn minn hann Ask sem er Golden Retriever. Áður átti ég óættbókarfærðan Golden Retriever í 12 ár. Árið 6 · Sámur 1. tbl. 43. árg. maí 2016 2009 eignaðist ég svo minn fyrsta Dvergschnauzer, Frosta en ég á fjóra hunda í dag og einn Bracco Italiano sem kemur til landsins í september. Ég hef tekið ötulan þátt í starfsemi deildanna sem ég tilheyri, þó mest innan Retrieverdeildar þar sem ég sat í stjórn þeirrar deildar í 6 ár, 3 sem ritari og 3 sem formaður. Ég sit núna í stjórn Fuglahundadeildar. Ég hef sótt ýmis námskeið tengd hundum, bæði ræktunarnámskeið og ekki síður vinnutengd námskeið og má þar nefna hlýðninámskeið, hundafiminámskeið, sporanámskeið, retrievernámskeið sem og sleðahundanámskeið. Þá hef ég sótt fjöldan allan af