1. tbl Sáms 2016 - Page 5

stofnuðum Unglingadeild HRFÍ þegar við vorum 16 ára gamlar . Deildin er nú þekkt undir nafninu Ungmennadeild og er ég stolt af því starfi sem unnið hefur verið í deildinni enda er unga fólkið framtíð félagsins og mikilvægt að leggja rækt við og styðja það í sportinu . Ég var formaður deildarinnar í mörg ár og sit nú í stjórn hennar .
Ég er stoltur og dyggur félagsmaður í Hundaræktarfélagi Íslands . Þetta er félagið mitt , sem ég legg upp úr að leggja rækt við og styðja og mér þykir afskaplega vænt um það og félagsskapinn . Ég hef frá unga aldri starfað fyrir félagið á ýmsan hátt og finnst fátt skemmtilegra en að vinna á glæsilegum sýningum félagsins sem ritari eða hringstjóri . Ég er sýningadómaraefni hjá félaginu og markmið mitt er að klára það nám á þessu ári ef allt gengur að óskum .
Ég sat í stjórn félagsins í fjögur ár sem var mjög lærdómsríkt . Ástæða þess að ég gef kost á mér til starfa í stjórn félagsins núna er að ég trúi því að nú sé góður tími til þess að láta að mér kveða og vinna að góðum málum í þágu félagsins . Félagsandinn er góður og ég full tilhlökkunar til að vinna gott starf ef félagsmenn treysta mér til þess . Að mínu mati þarf manneskja , sem býður sig fram í stjórn HRFÍ , að vera víðsýn , heiðarleg , með góða samskiptahæfni og síðast en ekki síst , vilja vinna fyrir alla félagsmenn innan alls þess sem félagið stendur fyrir . Félagið hefur upp á svo margt að bjóða og mikilvægt er að hlúa að öllum þáttum starfsins .
Félagið er „ félag allra hundeigenda “ og ber að hafa það ávallt í huga . Allir hundaeigendur eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi innan þess . Þess vegna tel ég mikilvægt að félagið taki vel á móti nýliðum og að hundaeigendur vilji vera þátttakendur í félagsstarfinu . Við megum ekki gleyma því að við , félagsmenn , erum félagið og þess vegna verða allir að vinna saman að þessu markmiði svo félagið nái að vaxa og dafna í takt við aukna hundaeign landsmanna .
Í lögum HRFÍ kemur fram aðalmarkmið félagsins séu að beita sér fyrir hreinræktun hunda , varðveita , hreinrækta og kynbæta íslenska fjárhundinn , stuðla að réttri meðferð og aðbúnaði hunda og síðast en ekki síst , stuðla að góðum samskiptum milli hundaeigenda , yfirvalda og almennings .
Að mínu mati gengur okkur almennt vel að vinna að þessum markmiðum en við getum alltaf gert betur . Hundamenningu er því miður ábótavant á Íslandi og mig langar að leggja mitt af mörkum til að gera hana betri . Framtíðarsýn mín er sú að Íslendingar geti sinnt daglegum erindum með hundunum sínum óáreittir , hvort sem það þýðir að geta ferðast með almenningsvögnum eða séu velkomnir í hinar ýmsu byggingar þar sem þeir eru enn bannaðir . Erlendis þykir ekkert sjálfsagðara en að hundur fylgi eiganda sínum þar sem hann þarf að fara og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi ? Ég held að í dag sé viðmótið jákvæðara og þess vegna góður jarðvegur til þess að vinna að þessum málum í samstarfi við yfirvöld . Ég geri mér grein fyrir að í því felst að skrifa erindi til stjórnvalda og óska eftir fundum og þar vonast ég til að ritstörf mín geti komið að gagni . Það er mín von að innan nokkurra ára verði hundar leyfðir nánast alls staðar , líkt og tíðkast erlendis , og að hundaeigendur geti lifað í sátt og samlyndi við aðra borgara og landsmenn .
Þá vona ég að í framtíðinni eignist félagið eigið húsnæði , með aðstöðu til ýmissa viðburða og æfinga með besta vininum . Jákvæðara viðmót yfirvalda og sveitarfélaga skapa hér tækifæri sem okkur ber að nýta – ég veit að það starf er hafið en get vel séð krafta mína nýtast þar .
Þau eru ærin störfin sem stjórn þarf að takast á við næstu misserin og nú höfum við félagsmenn beðið eftir að geta tekið í gagnið gagnagrunn hreinræktaðra hunda . Það er gríðarlega mikilvægt fyrir allt ræktunarstarf og þar af leiðandi er brýnt að félagið komi á fót slíkum gagnagrunni sem allra fyrst . Eins væri gaman og gagnlegt fyrir okkur ræktendur ef félagið stæði fyrir meiri fræðslu og menntun um allt er við kemur ræktun , allt frá fræðslu um pörun og genafræði til hegðunar hvolpanna í hvolpakassanum .
Í almennu félagi sem okkar þá eru alltaf ærin störf og ég hef stiklað á því helsta sem ég myndi vilja leggja áherslu á . Þegar á hólminn er komið er samt alltaf mikilvægastur viljinn að leggja af mörkum til félagsins . Ef þið , félagsmenn , treystið mér er ég reiðubúin að vinna með ykkur að því að gera félagið okkar öflugra og sterkara .
Sámur 1 . tbl . 43 . árg . maí 2016 · 5
stofnuðum Unglingadeild HRFÍ þegar við vorum 16 ára gamlar. Deildin er nú þekkt undir nafninu Ungmennadeild og er ég stolt af því starfi sem unnið hefur verið í deildinni enda er unga fólkið framtíð félagsins og mikilvægt að leggja rækt við og styðja það í sportinu. Ég var formaður deildarinnar í mörg ár og sit nú í stjórn hennar. Ég er stoltur og dyggur félagsmaður í Hundaræktarfélagi Íslands. Þetta er félagið mitt, sem ég legg upp úr að leggja rækt við og styðja og mér þykir afskaplega vænt um það og félagsskapinn. Ég hef frá unga aldri starfað fyrir félagið á ýmsan hátt og finnst fátt skemmtilegra en að vinna á glæsilegum sýningum félagsins sem ritari eða hringstjóri. Ég er sýningadómaraefni hjá félaginu og markmið mitt er að klára það nám á þessu ári ef allt gengur að óskum. Ég sat í stjórn félagsins í fjögur ár sem var mjög lærdómsríkt. Ástæða þess að ég gef kost á mér til starfa í stjórn félagsins núna er að ég trúi því að nú sé góður tími til þess að láta að mér kveða og vinna að góðum málum í þágu félagsins. Félagsandinn er góður og ég full tilhlökkunar til að vinna gott starf ef félagsmenn treysta mér til þess. Að mínu mati þarf manneskja, sem býður sig fram í stjórn HRFÍ, að vera víðsýn, heiðarleg, með góða samskiptahæfni og síðast en ekki síst, vilja vinna fyrir alla félagsmenn innan alls þess sem félagið stendur fyrir. Félagið hefur upp á svo margt að bjóða og mikilvægt er að hlúa að öllum þáttum starfsins. Félagið er „félag allra hundeigenda“ og ber að hafa það ávallt í huga. Allir hundaeigendur eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi innan þess. Þess vegna tel ég mikilvægt að félagið taki vel á móti nýliðum og að hundaeigendur vilji vera þátttakendur í félagsstarfinu. Við megum ekki gleyma því að við, félagsmenn, erum félagið og þess vegna verða allir að vinna saman að þessu markmiði svo félagið nái að vaxa og dafna í takt við aukna hundaeign landsmanna. Í lögum HRFÍ kemur fram aðalmarkmið félagsins séu að beita sér fyrir hreinræktun hunda, varðveita, hreinrækta og kynbæta íslenska fjárhundinn, stuðla að réttri meðferð og aðbúnaði hunda og síðast en ekki síst, stuðla að góðum samskiptum milli hundaeigenda, yfirvalda og almennings. Að mínu mati gengur okkur almennt vel að vinna að þessum markmiðum en við getum alltaf gert betur. Hundamenningu er því miður ábótavant á Íslandi og mig langar að leggja mitt af mörkum til að gera hana betri. Framtíðarsýn mín er sú að Íslendingar geti sinnt daglegum erindum með hundunum sínum óáreittir, hvort sem það þýðir að geta ferðast með almenningsvögnum eða séu velkomnir í hinar ýmsu byggingar þar sem þeir eru enn bannaðir. Erlendis þykir ekkert sjálfsagðara en að hundur fylgi eiganda sínum þar sem hann þarf að fara og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Ég held að í dag sé viðmótið jákvæðara og þess vegna góður jarðvegur til þess að vinna að þessum málum í samstarfi við yfirvöld. Ég geri mér grein fyrir að í því felst að skrifa erindi til stjórnvalda og óska eftir fundum og þar vonast ég til að ritstörf mín geti komið að gagni. Það er mín von að innan nokkurra ára verði hundar leyfðir nánast alls staðar, líkt og tíðkast erlendis, og að hundaeigendur geti lifað í sátt og samlyndi við aðra borgara og landsmenn. Þá vona ég að í framtíðinni eignist félagið eigið húsnæði, með aðstöðu til ýmissa viðburða og æfinga með besta vininum. Jákvæðara viðmót yfirvalda og sveitarfélaga skapa hér tækifæri sem okkur ber að nýta – ég veit að það starf er hafið en get vel séð krafta mína nýtast þar. Þau eru ærin störfin sem stjórn þarf að takast á við næstu misserin og nú höfum við félagsmenn beðið eftir að geta tekið í gagnið gagnagrunn hreinræktaðra hunda. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir allt ræktunarstarf og þar af leiðandi er brýnt að félagið komi á fót slíkum gagnagrunni sem allra fyrst. Eins væri gaman og gagnlegt fyrir okkur ræktendur ef félagið stæði fyrir meiri fræðslu og menntun um allt er við kemur ræktun, allt frá fræðslu um pörun og genafræði til hegðunar hvolpanna í hvolpakassanum. Í almennu félagi sem okkar þá eru alltaf ærin störf og ég hef stiklað á því helsta sem ég myndi vilja leggja áherslu á. Þegar á hólminn er komið er samt alltaf mikilvægastur viljinn að leggja af mörkum til félagsins. Ef þið, félagsmenn, treystið mér er ég reiðubúin að vinna með ykkur að Hp\H[Yp\0홛YܘB\\K[]\ K ˈ0\ˈXpH M0 B