1. tbl Sáms 2016 - Page 4

Auður Sif Sigurgeirsdóttir -í framboði til stjórnar, til vara í varastjórn Kæru félagar HRFÍ. Auður Sif Sigurgeirsdóttir heiti ég og er 33 ára forfallin hundaáhugamanneskja. Ég býð mig fram til stjórnarsetu í aðalstjórn HRFÍ en sem varamaður til vara. Ég er svo heppin að hafa átt hund nánast alla mína ævi en þegar ég 4 · Sámur 1. tbl. 43. árg. maí 2016 var 5 ára fékk fjölskyldan sinn fyrsta hund. Það var labrador retrievertíkin, hún Sara Klara. Það var ást við fyrstu sýn og áður en við vissum af var fjölskyldan öll komin á bólakaf „í hundana“! Ég ólst upp með labrador retriever og tíbet spaniel sem foreldrar mínir hafa ræktað í meira en 20 ár. Í dag eigum við sambýlismaður minn fjóra hunda, tvo schäfer-rakka og tvær tíkur af tegundinni afghan hound. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á öllu sem við kemur hundum. Sem dæmi má nefna hundaræktun, vinnu með hundum, atferli og byggingu hunda. Ég og vinkonur mínar