1. tbl Sáms 2016 - Page 10

Tillögur að lagabreytingum frá stjórn HRFÍ Breyting á 7.gr.laga félagsins varðandi boðun funda stjórn HRFÍ. Stjórn HRFÍ ákveður fundartíma og fundarstað. Lagt er til að til aðalfundar verði boðað með auglýsingu í a.m.k. einu dagblaði og á heimasíðu félagsins. Þessi boðunarháttur yrði lágmarksskylda en auk þessa gæti stjórn nýtt sér aðra boðunarmáta sem líklegir væru til þess að ná til þorra félagsmanna. Félagsfund skal boða með sama hætti og aðalfund. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins og tilefni. Til viðbótar þessu er orðalag lagagreinarinnar einfaldað og rætt um að annars vegar félagsfundi og hins vegar aðalfund, sem er sérstakur félagsfundur haldinn árlega með tiltekinni dagskrá. Skal boða til þessa fundar með sama hætti. Var: III. Félagsfundir 7. Félagsfundir HRFÍ hafa æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í apríl eða maí ár hvert. Til hans skal boða bréflega með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Fundarboð telst löglegt, sé það birt í félagsblaði. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins. Aukafundi skal halda: a) Ef endurskoðendur kjörnir á aðalfundi fara fram á það. b) Ef meira en 1/10 hluti félagsmanna óska þess. c) Ef stjórn HRFÍ telur sérstaka ástæðu til þess. Krafa um aukafund skal vera skrifleg, stíluð á stjórn HRFÍ og í henni skal greina frá hvaða mál fundurinn á að fjalla um. Aukafund skal halda innan 15 daga frá því að krafa berst stjórn HRFÍ. Stjórn HRFÍ ákveður fundartíma og fundarstað. Fundarboð vegna aukafundar skal póstsenda í síðasta lagi viku fyrir f