1. tbl Sáms 2016 | Page 3

Kæru félagsmenn Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður 26 maí nk. Í lögum HRFÍ er gert ráð fyrir að boðað sé til aðalfundar Stjórn HRFÍ félagsins bréflega með tíu daga fyrirvara. Slík boðun er Formaður: Herdís Hallmarsdóttir Varaformaður: Sóley Halla Möller Gjaldkeri: Pétur Alan Guðmundsson Meðstjórnendur: Daníel Örn Hinriksson, Brynja Tomer, Guðmundur A. Guðmundsson, Ragnhildur Gísladóttir og Sóley Halla Möller Ábyrgðarmenn: Fríður Esther Pétursdóttir og Herdís Hallmarsdóttir Ritstjóri: Stjórn HRFÍ Auglýsingar: [email protected] Umbrot: Linda Björk Jónsdóttir Sámur kemur út tvisvar sinnum á ári í 2000 eintaka upplagi. Blaðið er fyrst og fremst sent skuldlausum félögum HRFÍ. Auk þess fá erlend hundaræktarfélög, fjölmiðlar, sjúkrastofnanir og bókasöfn blaðið sent til sín. Tímaritið er einnig selt í lausasölu. Aðsent efni í blaðið er á ábyrgð höfundar og þarf ekki að lýsa skoðun ritnefndar eða stefnu félagsins. Eftirprentun er bönnuð nema að fengnu leyfi höfundar. félaginu afar kostnaðarsöm og því er ráðgert í lögunum að nægilegt sé að birta fundarboð í félagsblaðinu okkar, Sámi. Stjórn félagsins gefur út rafræna útgáfu af Sámi helgaða aðalfundinum. Í blaðinu er að finna umfjöllun um þá frambjóðendur sem eru tilbúnir að starfa í stjórn félagsins. Þetta ár kveðjum við Guðmund A. Guðmundsson sem setið hefur í stjórn félagsins í sex ár og Sóleyju Höllu Möller og Ragnhildi Gísladóttur sem setið hafa í stjórn síðustu tvö ár. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim samstarfið á þessum vettvangi og hlakka til þess að vinna með þeim á öðrum vettvangi innan félagsins okkar. Auk kynningar á frambjóðendum til stjórnar HRFÍ má finna þær lagabreytingatillögur sem teknar verða fyrir á fundinum. Þessar tillögur voru unnar af laganefnd félagsins að beiðni stjórnar og þakkar stjórn nefndinni gott starf og faglegar tillögur. Stjórn leitaði auk þess umsagnar hjá siðanefnd félagsins um þá þætti sem snúa að starfi nefndarinnar en siðanefnd samþykkti tillögurnar og sá ekki ástæðu til að gera athugasemdir. Þá kynnti stjórn tillögur þessar á fulltrúaráðsfundi félagsins. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á aðalfund félagsins að þessu sinni. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Útgefandi: Hundaræktarfélag Íslands Síðumúla 15 108 Reykjavík Sími: 588-5255 Vefsíða: www.hrfi.is Netfang: [email protected] ISSN 1027-4235 Sámur 1. tbl 43. árg 2016 Efnisyfirlit Forsíðumyndina prýðir Griffon-tíkin CIB ISCh Halastjörnu Gellan Hún Gilitrutt. Eigandi og ræktandi: Brynja Tomer Ljósmyndari: Sóley Ragna Ragnarsdóttir Aðalfundarboð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 Framboðskynning: Auður Sif Sigurgeirsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Framboðskynning: Guðbjörg Guðmundsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Framboðskynning: Þorsteinn Thorsteinson. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8