Digital publication - Page 4

Velkomin

í sumarstarf Frostheima

Í þessum kynningabæklingi má finna upplýsingar um sumarstarfið í Frostheimum. Sumarfrístund er frábrugðin hinu hefðbundna starfi Frostheima, svo það er gott að fara vel yfir allar upplýsingar.

Sumarstarfið er byggt upp á þemavikum. Skráð er viku og viku í senn og því hægt að velja vikur sem kvikja áhuga hjá barninu.

Á sumrin erum við á flakki út um allt og því er mikið um útiveru, ævintýri og ferðalög. Mikilvægt er að búa börnin undir slíkar ferðir.

Á næstu síðum eru upplýsingar um þemavikur, gjaldskrá, dagsetningar, upplýsingar um skráningu og margt fleira.