Digital publication - Page 16

Nytsamlegar upplýsingar

Dagskrá: Dagskrá Frostheima er frá 09:00 - 16:00. Bæta við má við viðbótarstund (08:00-09:00 og/eða 16:00-17:00). Greitt er sérstaklega fyrir þessar stundir.

Heimkoma úr ferðum: Við erum vanalega ekki í húsi frá 10:00 og 15:00. Heimferðir geta dregist til 16:00.

Tilkynningar: Mikilvægt er að láta vita fyrir kl 09:30 ef barn ætlar ekki að mæta þann dag, símleiðis eða með sms-i. Við erum ekki alltaf við tölvupóstinn á sumrin.

Nesti: Öll börn þurfa að koma með þrjú nesti á dag (morgunnesti, hádegisnesti og síðdegisnesti). Á föstudögum grillum við vanalega pylsur og þá er velkomið að koma með pylsur og pylsubrauð. Frostheimar sér um sósur og lauk. Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa alla daga.